Skip to content

Verkefnastjórnun á mannamáli hjá NTV 

Ég, ásamt snillingunum Svövu Björk Ólafsdóttur, eiganda og stofnanda RATA, og Árna Stefánssyni, verkefnastjóra hjá SFG, bjó til og kenni námskeiðið Verkefnastjórnun á Mannamáli, kraftmikið sex vikna námskeið sem fjallar um málefni verkefnastjórnunar frá A-Ö á hagnýtan og skemmtilegan hátt, kennt hjá NTV. En NTV eða Nýi Tölvu- og Viðskiptaskólinn er leiðandi skóli í námi fyrir fullorðna, og leggur mikla áherslu á hagnýt námskeið sem nýtast sem best í atvinnulífinu.

Verkþættir

Yfirsýn

Upplýsingaöflun

Samskipti

Kennsla 

Skipulag

Framsetning á efni

Ár

2020-2021

Hlekkur
Sjá hér

Ég + þú = ?

Ert þú með skemmtilegt verkefni í huga en vantar aðstoð með það, eða ertu með frábæra hugmynd en vantar hjálp við að taka hana lengra?

Hvort sem það er verkefna- eða viðburðastjórnun sem þig vantar aðstoð við þá er ég alltaf til í kaffibolla og ræða málin og skoða hvort við pössum ekki saman.

Ekki hika við að hafa samband. Ég hlakka til að heyra frá þér!

dorothea@dorothea.is // 696-5246