Sumarið 2020 var sett á laggirnar skemmtileg matarganga kölluð Sælkerarölt um Reykholt. Sem verkefnastjóri verkefnisins var mitt hlutverk að verkefna- og viðburðastýra verkefninu í heild sinni, allt frá kostnaðargreiningu, samskiptum við hagsmunaaðila, skýrsluskrif, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og fram eftir götunum - svo hljóp ég í skarðið þegar þess þurfti og sinnti hlutverki leiðsögumanns.
Verkefnið var samfélagsverkefni nokkurra fyrirtækja í Reykholti, heimabæ mínum, og hlaut það styrk frá SASS. Sælkerarölt um Reykholt bauð gestum að labba á milli staða í Reykholti, þar sem sagt er frá sögu og sérkennum þorpsins, bragðað á alls kyns vellystingum og gestum boðið að kaupa sér góðgæti til að njóta þegar heim var komið. Verkefninu er lokið en það má skoða á Facebook undir heitinu Sælkerarölt um Reykholt
Yfirsýn
Skipulag
Samskipti við hagaðila
Markaðssetning á samfélagsmiðlum
Kynning á verkefni
Styrkumsóknir
Skýrsluskrif
2020
Ert þú með skemmtilegt verkefni í huga en vantar aðstoð með það, eða ertu með frábæra hugmynd en vantar hjálp við að taka hana lengra?
Hvort sem það er verkefna- eða viðburðastjórnun sem þig vantar aðstoð við þá er ég alltaf til í kaffibolla og ræða málin og skoða hvort við pössum ekki saman.
Ekki hika við að hafa samband. Ég hlakka til að heyra frá þér!