Skip to content

Northstack

Northstack er með puttann á púlsinum hvað varðar nýsköpunarsenuna, og er einn fremsti fréttamiðill landsins á þeim sviðum. Hjá Northstack er alltaf eitthvað spennandi að gerast og ég hef tekið þátt í ýmsum skemmtilegum verkefnum þar, þá aðallega með fréttaskrifum, greiningarvinnu ásamt spjalli við alls konar snillinga og sérfræðinga. Nokkur dæmi um verkefni eru:

Nýsköpunarlandið: Umhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi

Samstarfsverkefni Northstack, Gallup og Tækniþróunarsjóðs. Mitt hlutverk í þessu verkefni lá í ýmissi vinnu við greiningar- og gagnaúrvinnslu, og svo birtingu gagnanna á læsilegan máta. Ég aðstoðaði líka hvað varðar uppsetningu á síðunni og við viðburðahald þegar Nýsköpunarlandið var kynnt til leiks. En Nýsköpunarlandið er heimasíða sem hefur það að leiðarljósi að kortleggja viðhorf forsvarsfólks nýsköpunarfyrirtækja til umhverfis nýsköpunar á Íslandi. Hægt er að skoða Nýsköpunarlandið hér

Fjártækni á Íslandi: Yfirsýn yfir fjártæknivistkerfið á Íslandi

Skýrsla skrifuð af okkur í Northstack, í samstarfi við SFF og Fjártækniklasann. Hlutverk mitt í þessari skýrslu var ýmis greiningarvinna, umfjöllun um fjártæknifyrirtæki á Íslandi og þau flokkuð í viðeigandi flokka, ásamt því að fjalla um áberandi fjártæknifyrirtæki í bransanum á Íslandi og viðtöl við skemmtilega fjártæknisérfræðinga sem veittu innsýn inn í heim fjártækni á Íslandi. En hlutverk þessarar skýrslu var að varpa ljósi á vistkerfi fjártæknibransans á Íslandi, ásamt því að kynna fjártækni á Íslandi betur til sögunnar, bæði fyrir landanum og erlendis. Skýrsluna má lesa með því að smella hér

Umhverfi leikjafyrirtækja og nýsköpun í leikjaiðnaðinum á Íslandi

Skýrsla sem skrifuð var fyrir Samtök leikjaframleiðenda og Íslandsstofu. Mitt hlutverk fólst í greiningavinnu á ýmissi tölfræði um leikjaiðnaðinn, fjalla um fremstu leikjafyrirtæki Íslands og taka viðtal við helstu sérfræðingana í bransanum. En markmiðið með þessari skýrslur  var að greina iðnaðinn í heild sinni, veita innsýn inn í hann og kynna erlendis. Fyrir áhugasama má nálgast skýrsluna hér

Önnur verkefni hjá Northstack hafa m.a. falist í fréttaskrifum og vinnu við heimasíðu Northstack

Verkþættir

Gagnavinna

Rannsóknir 

Greinaskrif

Framsetning á upplýsingum 

Úrvinnsla viðtala

Ár

2019 - 2020

Ég + þú = ?

Ert þú með skemmtilegt verkefni í huga en vantar aðstoð með það, eða ertu með frábæra hugmynd en vantar hjálp við að taka hana lengra?

Hvort sem það er verkefna- eða viðburðastjórnun sem þig vantar aðstoð við þá er ég alltaf til í kaffibolla og ræða málin og skoða hvort við pössum ekki saman.

Ekki hika við að hafa samband. Ég hlakka til að heyra frá þér!

dorothea@dorothea.is // 696-5246